Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fös 16. september 2022 07:30
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Fréttamannafundur Íslands
Landsliðshópar opinberaðir
Mynd: Fótbolti.net
Boðað er til fjölmiðlafundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudaginn 16. september kl. 13:15.

Efni fundarins er leikmannahópur A landsliðs karla fyrir tvo leiki liðsins sem eru framundan – vináttuleikur við Venesúela í Vín, Austurríki 22. september og leikur í Þjóðadeild UEFA við Albaníu ytra 27. september.

Sjá einnig:
Svona gæti landsliðshópurinn litið út

Leikmannahópur U21 landsliðs karla fyrir komandi EM-umspilsleiki gegn Tékklandi verður einnig birtur og verður Davíð Snorri Jónasson þjálfari íslenska liðsins til viðtals að loknum fjölmiðlafundinum.

Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá fundinum

13:41
Fréttamannafundinum er lokið og þá fara Arnar og Davíð í einkaviðtöl við fjölmiðla. Takk fyrir að fylgjast með þessari textalýsingu.

Eyða Breyta
13:39
Arnór Ingvi gaf ekki kost á sér. Er að flytja sig frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar.

Eyða Breyta
13:39
Brynjar Ingi Bjarnason sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Arnari hefur átt erfitt hjá félagsliði sínu og er ekki valinn í landsliðið.

"Þetta er hluti af því að læra sem atvinnumaður og fótboltamaður. Hlutirnir gerðust hratt fyrir hann, leiðin upp á topp er aldrei bein. Það eru alltaf holur á leiðinni. Brynjar þarf að vinna í því núna og taka á sínum málum."

Eyða Breyta
13:38
Arnar talar um levelið sem leikmenn Íslands eru að spila á og hvað sé mikilvægt í þeirra þróun. Fjallað nánar um það á Fótbolta.net síðar.

Eyða Breyta
13:37
Þorkell á RÚV spyr Arnar út í Gylfa Sigurðsson. "Veistu hvort það sé einhver fótbolti framundan hjá honum?"

Arnar svarar einfaldlega: "Nei, það veit ég ekki".

Eyða Breyta
13:36Eyða Breyta
13:34
Arnar spurður út í Mikael Egil. "Ég hef fulla trú á honum og hann er með eiginleika sem við eigum ekki mikið af. Ég hef mjög mikla trú á honum sem leikmanni."

Eyða Breyta
13:32
Kristján Óli spyr út í það hvort leikmenn úr A-landsliðinu gætu farið í U21 landsliðið ef Ísland á ekki möguleika á að komast upp í A-deildina fyrir leikinn gegn Albaníu.

Arnar játar því að það sé mögulegt. Menn gætu færst milli liða eftir því hvernig málin þróast. Einhverjir úr U21 gætu færst í A-landsliðið og öfugt.

"Við skoðum það bara þegar að kemur," segir Arnar.

Eyða Breyta
13:31
Arnar segist ánægður með að fá Guðlaug Victor inn. "Hann er hluti af því að ala þessa ungu leikmenn upp. Hann er kominn í nýtt umhverfi í Bandaríkjunum. Hann hefur verið að spila á miðjunni og líka í hafsent. Hann getur verið í mismunandi leikstöðum. Það er gott að geta spilað leikmönnum í mismunandi stöðum"

Eyða Breyta
13:29
Arnar segir að Elías markvörður sé byrjaður að æfa eftir meiðsli. Var 100% með á æfingu í dag. "Við erum með þrjá frábæra markmenn og svo kemur bara í ljós hver af þeim mun byrja hvorn leik fyrir sig."

Eyða Breyta
13:29
Voru hagsmunaárekstrar varðandi valið á U21 landsliðinu?

Arnar: "Engir árekstrar. Við ræðum hlutina (hann og Davíð Snorri) og tökum ákvörðun sem er best fyrir okkur og best fyrir leikmanninn. Við ræðum hlutina fram og til baka. Meiðsli og annað gætu komið upp og við skoðum það sem er best."

Eyða Breyta
13:27
Komu einhverjir úr Bestu deildinni til greina?

Arnar: "Við fylgdumst með mjög mörgum leikmönnum. Fullt af leikmönnum hafa staðið sig vel í sumar, Nökkvi er kannski besta dæmið og hann er núna kominn út."

Eyða Breyta
13:26
Aron Einar fyrirliði Íslands að nýju (Staðfest)

Arnar staðfestir að Aron Einar Gunnarsson tekur aftur við fyrirliðandinu. Hrósar Birki Bjarnasyni mikið fyrir það sem hann hefur gert sem fyrirliði.

Eyða Breyta
13:25
Arnar segist mjög ánægður með að Alfreð Finnbogason sé kominn aftur. Var spurður út í sóknarmennina í hópnum. Segist ánægður með það úrval af ólíkum sóknarmönnum sem hann er með í hópnum.

Eyða Breyta
13:24
Um fjarveru Alberts Guðmundssonar:

Arnar: "Ég var mjög svekktur út í hugarfar Alberts í síðasta glugga. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðið og menn þurfa að vera 100% með eða ekki. Leikmenn Íslands hafa alltaf sett frammistöðu liðsins framyfir eigin frammistöðu og ég tel að það sé lykillinn að árangri. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég loka ekki neinu í framtíðinni. Þegar Albert er tilbúinn að vinna innan þess ramma sem ég set þá er pláss fyrir hæfileikaríka menn eins og hann."

Eyða Breyta
13:22
Þurfti að sannfæra Aron að koma aftur inn í hópinn?

Arnar: "Hann hefur verið mjög jákvæður í okkar samtölum og ég veit að honum hlakkar til að hjálpa til."

Eyða Breyta
13:21
Þorkell Gunnar á RÚV byrjar að spyrja út í endurkomu Arons.

Arnar: "Það vita allir hvað Aron Einar getur gefið þessu liði. Það var aldrei spurning að velja leiðtoga eins og Aron í liðið."

Eyða Breyta
13:20
Arnar segir að æfingaleikurinn gegn Venesúela sé tilkominn vegna samnings við UEFA. Leikurinn gegn Albaníu geti mögulega verið úrslitaleikur og mikilvægt að nota leikinn gegn Venesúela rétt svo hann nýtist liðinu.

Eyða Breyta
13:19
Arnar segir að Jóhann Berg og Sverrir Ingi hafi átt að vera í hópnum. Jói Berg meiddist aftur lítillega í kálfa í síðustu viku og þessir leikir koma aðeins of fljótt fyrir hann. Sverrir getur ekki verið með vegna veikinda í fjölskyldunni.

Eyða Breyta
13:18
Arnar Viðarsson tekur þá boltann og byrjar á því að ræða blönduna í hópnum.

"Undanfarna mánuði hefur verið talað um að það hafi vantað reynda menn með þessum ungu og efnilegu. Við höfum verið með eitt yngsta landslið Evrópu. Þessir ungu leikmenn þurfa að hafa reynslubolta sér við hlið. Nú koma reyndir menn inn til að jafna þessa blöndu aðeins. Þeir hjálpa strákunum innan sem utan vallar," segir Arnar.

Eyða Breyta
13:15
Ómar byrjar á því að taka til máls og bjóða menn velkomna á þennan fréttamannafund. Vináttuleikur gegn Venesúela framundan og svo Þjóðadeildarleikurinn gegn Albaníu.

Eyða Breyta
13:13
Jæja þá ganga Arnar Viðars og Ómar Smára fjölmiðlafulltrúi inn í salinn.

Eyða Breyta
13:11
Styttist í að Arnar Viðars mæti í pontu og svari spurningum fjölmiðlamanna. Meðal annars varðandi endurkomu Arons og fjarveru Alberts.

Davíð Snorri verður svo til viðtals að fundi loknum.

Eyða Breyta
13:08


Kristall Máni í U21 landsliðshópnum
Logi Tómasson og Valgeir Lunddal Friðriksson koma inn í U21 hópinn frá síðasta verkefni í júní, Valgeir var þá í A-landsliðinu. Logi Hrafn Róbertsson er ekki með vegna meiðsla og Birkir Heimisson er ekki í hópnum. Kristall Máni Ingason er í hópnum en hann meiddist á öxl í lok ágúst og var talið ólíklegt að hann yrði með.

Eyða Breyta
13:06


Guðlaugur Victor Pálsson er í hópnum - Enginn Jón Daði Böðvarsson.

Eyða Breyta
13:05


Eyða Breyta
13:04
U21 hópurinn
Hákon Rafn Valdimarsson - IF Elfsborg
Adam Ingi Benediktsson - FC Trollhättan
Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristansund BK
Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC
Ágúst Eðvald Hlynsson - Valur
Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK
Finnur Tómas Pálmason - KR
Kristall Máni Ingason - Rosenborg BK
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
Atli Barkarson - SönderhyskE
Andri Fannar Baldursson - NEC Nijmegen
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn
Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Óli Valur Ómarsson - IK Sirius
Logi Tómasson - Víkingur R.
Þorleifur Úlfarsson - Houston Dynamo

Eyða Breyta
13:03


Alfreð og Aron Einar eru í hópnum (Staðfest) - Jóhann Berg er ekki með og ekki heldur Albert Guðmundsson.

Eyða Breyta
13:02
A-landsliðshópurinn
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk
Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark

Eyða Breyta
13:00Eyða Breyta
13:00
Meðal þeirra sem mættir eru í Laugardalinn er Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.


Eyða Breyta
12:27
Svona er dagskráin...


Miðað við hvernig ferlið hefur verið hjá KSÍ þá verður landsliðshópurinn sjálfur opinberaður klukkan 13:00. Stundarfjórðungi seinna fer svo fréttamannafundurinn af stað.

Eyða Breyta
12:23
Alfons klár í slaginn.Alfons Sampsted varð fyrir meiðslum á dögunum en þau meiðsli voru ekki alvarleg og hann spilaði 90 mínútur með Bodö/Glimt í Evrópudeildinni í gær. Bodö/Glimt vann Zürich 2-0.

Eyða Breyta
12:22


Eyða Breyta
09:21Eyða Breyta
07:30
Við mætum í Laugardalinn um hádegið og keyrum þá þessa lýsingu almennilega af stað. Farið vel með ykkur þangað til...

Eyða Breyta
07:15

Aron Einar Gunnarsson er ekki lengur undir rannsókn og því er Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara frjálst að velja hann.

Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, rýndi í það hvernig landsliðshóparnir munu mögulega líta út.

A-landsliðið: Gamla bandið að snúa aftur?
Heyrst hefur að Albert Guðmundsson verði ekki í hópnum. Fjallað var um rifrildi milli hans og Arnars Þórs Viðarssonar í júní en landsliðsþjálfarinn kannaðist ekki við það.

Sömuleiðis hefur heyrst að þrír meðlimir úr gamla bandinu séu að snúa aftur í landsliðið. Aron Einar Gunnarsson gæti snúið í hópinn sem og þeir Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann var reyndar ekki í leikmannahópi Burnley fyrr í þessari viku en Vincent Kompany, stjóri Burnley, segir að Jóhann gæti spilað á laugardag. Það er spurning hvort Jóhann sé klár í slaginn með landsliðinu?

Sjá nánar:
Svona gæti landsliðshópurinn litið út

U21 landsliðið spilar þessa mikilvægu leiki í sama glugga og spurning hvort einhverjir af okkar bestu ungu leikmönnum verði valdir frekar valdir í umspilið með U21?

Sjá einnig:
Svona gæti U21 hópurinn litið út

Eyða Breyta
07:10
U21: Umspilsleikir um sæti í úrslitakeppni EM U21

U21 landsliðið mætir Tékklandi í tveimur leikjum í umspili þar sem sigurliðið fer í lokakeppni EM sem haldin verður í Rúmeníu og Georgíu á næsta ári.

Fyrri leikurinn verður á Víkingsvelli eftir viku, föstudaginn 23. september. Seinni leikurinn í Tékklandi þriðjudaginn 27. september.Eyða Breyta
07:05
A-landsliðið: Mögulega úrslitaleikur gegn Albaníu

Leikur Albaníu og Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram þann 27. september og gæti endað sem úrslitaleikur um sæti í A-deildinni.

Aðeins þrjú lið eru í riðlinum (þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka og fellur sjálkrafa) og þremur dögum fyrir leikinn (24. september) mætast Ísrael og Albanía.

Ef Albanía vinnur þann leik þá verður hreinn úrslitaleikur milli Albaníu og Íslands þar sem Ísland verður að vinna til að hirða toppsætið og komast þar með upp í A-deildina.

Ef Ísrael og Albanía gera jafntefli þá getur Ísland einnig með sigri í Albaníu og betri markatölu en Ísrael tekið efsta sætið.

Eyða Breyta
07:00
Góðan og gleðilegan dag!

Í þessari textalýsingu verður fylgst með fréttamannafundi hjá KSÍ sem hefst klukkan 13:15. Aðalmálið er A-landsliðshópur fyrir tvo leiki liðsins sem eru framundan síðar í þessum mánuði - vináttuleikur við Venesúela í Austurríki 22. september og leikur í Þjóðadeild UEFA við Albaníu ytra 27. september.Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner