PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mán 16. september 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Afhjúpað hvar réttarhöld aldarinnar fara fram
Alþjóðleg miðstöð deilumála í London.
Alþjóðleg miðstöð deilumála í London.
Mynd: Getty Images
Réttarhöld ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester City hófust í dag. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvar réttarhöldin fara fram en Mail Sport hefur komist að staðsetningunni og afhjúpað hana.

Réttarhöldin eru í alþjóðlegri miðstöð deilumála í London (International Dispute Resolution) sem er rétt í tveggja mínútna göngufjarlægð frá dómkirkju heilags Páls.

Teknar eru fyrir 115 ákærur á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota í ensku úrvalsdeildinni. Félagið hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og enginn veit hver útkoman verður.

Það er búist við því að réttarhöldin sjálf muni taka um tvo mánuði og svo verði niðurstaðan birt í mars eða síðar. Ef City verður dæmt sekt í málinu þá er líklegt að félagið muni áfrýja og það mun þá taka lengri tíma.

Verði City fundið sekt um alvarlegustu ákærurnar verður það eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar. Þá gæti City fengið mikinn stigafrádrátt eða samkvæmt ströngustu reglum hreinlega brottrekstur úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner