Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 16. september 2024 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Fagnar gagnrýni Hamann - „Lít á þetta sem góðan fyrirboða“
Mynd: EPA
Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München, segist hæst ánægður með gagnrýni fyrrum fótboltamannsins Dietmar Hamann í garð Jamal Musiala.

Hamann lék með Bayern, Liverpool, Newcastle og Manchester City á ferli sínum, en eftir ferilinn ruddi hann sér leið inn í fjölmiðla og á líklega einhverskonar met þegar það kemur að óvinsælum skoðunum.

Á dögunum sagði hann að Bayern München ætti helst að losa sig við Musiala og fá Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen. Kallaði hann þá Wirtz meiri liðsmann en Musiala og að það hentaði Bayern betur að vera með mann eins og Wirtz.

Um helgina útskýrði hann betur hvað hann meinti, en þó hann viðurkenndi að Musiala væri einstaklega hæfileikaríkur þá væri það samt í verkahring hans að líta upp og hjálpa öðrum leikmönnum að skína.

Eberl er ánægður með ummæli Hamann og segir þetta góðan fyrirboða.

„Ég lít á þetta sem góðan fyrirboða því árið 2019 sagði hann að Robert Lewandowski yrði vandamál fyrir Bayern. Ári síðar vann hann sex titla og Ballon d'Or,“ sagði Eberl um ummæli Hamann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner