Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 16. október 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan um veðuraðstæður í Minnesota: Ég er víkingur
Zlatan Ibrahimovic, framherji Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni, er að gíra sig fyrir leik gegn Minnesota United í úrslitakeppni deildarinnar.

Zlatan, sem er 38 ára gamall, er búinn að skora 30 mörk í 29 leikjum í deildinni en Galaxy tryggði þátttökurétt í úrslitakeppnina.

Liðið mætir Minnesota en það er kalt í veðri í borginni og virðist Zlatan ekki hafa miklar áhyggjur af því. Liðin mætast á mánudag.

„Ég er frá Svíþjóð og fæddist því í snjó. Ég er víkingur þegar það snjóar og þegar það er heitt þá er ég ljón. Við náum að aðlagast veðuraðstæðum," sagði Zlatan í viðtali við Galaxy á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner