Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. október 2020 13:16
Elvar Geir Magnússon
Reglur um æfingabann - 2 metra reglan um allt land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku.

Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið.

Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra.

Það er því ljóst að áframhaldandi æfingabann verður á höfuðborgarsvæðinu en það hefur þegar verið í gildi í tæplega tvær vikur.

Gert er ráð fyrir að nýjar takmarkanir gildi í tvær til þrjár vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner