Gísli Laxdal Unnarsson, leikmaður ÍA, var svekktur eftir tap gegn Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 3 Víkingur R.
„Mér líður mjög illa. Þetta er sárt. Við fengum færin, sérstaklega ég. Þetta gekk bara ekki í dag. Til hamingju Víkingar," sagði Gísli við Fótbolta.net eftir leik.
„Mér fannst við vera góðir í fyrir hálfleik. Þeir skora tvö skítamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Í seinni hálfleik vorum við að reyna og vorum opnir til baka. Við vorum að reyna allan tímann."
Þetta er líklega stærsta augnablikið á ferli Gísla til þessa. Hann er efnilegur leikmaður.
„Ég var búinn að vera spenntur í tvær vikur. Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir og allt hrós á þá."
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir