Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 16. nóvember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matthaus hrósar drengnum sem eyðilagði EM-draum Íslands
Dominik Szoboszlai.
Dominik Szoboszlai.
Mynd: Getty Images
Lothar Matthaus, goðsögn hjá Bayern München, segir að félagið hljóti að hafa áhuga á Ungverjanum Dominik Szoboszlai.

Hinn tvítugi Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja gegn Íslandi á fimmtudag með frábæru skoti í viðbótartíma. Leikurinn var úrslitaleikur um sæti á EM.

Szoboszlai hefur vakið mikla athygli hjá Red Bull Salzburg í Austurríki en líklegt er að félagið selji hann næsta sumar þegar hann á ár eftir af samningi sínum.

Hann hefur verið orðaður við Arsenal og Real Madrid. Matthaus hefur gríðarmikið álit á miðjumanninum og segir að öll stórlið Evrópu hljóti að hafa áhuga á honum, þar á meðal Bayern.

„Hann er demantur. Hann er eins og Kai Havertz," sagði Matthaus við Munchner Abendzeitung.

„Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar, en ég er viss um að öll stór félög í Evrópu séu með hann á óskalista sínum, líka Bayern München."
Athugasemdir
banner
banner
banner