Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 16. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rudiger eða Mustafi til Barcelona í janúar?
Antonio Rudiger eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea árið 2019.
Antonio Rudiger eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea árið 2019.
Mynd: Getty Images
Barcelona er að leita sér að miðverði til að kaupa í janúarglugganum samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Sport fjallar um að Ronald Koeman, stjóri Barcelona, vilji fá miðvörð til að veita Clement Lenglet og Gerard Pique samkeppni. Samuel Umtiti er á mála hjá Börsungum en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli.

Samkvæmt Sport þá leitar hugur Börsunga til Englands. Eric Garcia, miðvörður Man City, er efstur á óskalistanum en ólíklegt er að City muni selja hann í janúar - jafnvel þó svo að samningur hans endi eftir tímabilið.

Ef Garcia kemur ekki, þá mun Barcelona leita að miðverði sem getur komið á láni fyrir nokkuð lága upphæð. Antonio Rudiger, miðvörður Chelsea, er nafn sem er inn á borði hjá Barcelona en Chelsea er tilbúið að leyfa honum að fara.

Joel Matip er einnig leikmaður sem Börsungar hafa skoðað, en Liverpool mun ekki vilja láta hann fara í janúar. Þá er Shkodran Mustafi, miðvörður Arsenal, einnig nafn á lista hjá Katalóníustórveldinu.

Barcelona hefur ekki farið vel af stað á Spáni og er í áttunda sæti með 11 stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner