Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. nóvember 2020 10:04
Magnús Már Einarsson
Sterling líklega ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Sterling fagnar sigurmarkinu á Laugardalsvelli.
Sterling fagnar sigurmarkinu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raheem Sterling, kantmaður Manchester City, verður líklega ekki með enska landsliðinu gegn Ísland í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

Sterling missti af leiknum gegn Belgum í gær vegna smávægilegra meiðsla.

Sterling æfði ekki á föstudag vegna meiðslanna og varð að hætta á æfingu á laugardag.

Líklegt þykir að hann hvíli í leiknum gegn Íslandi á miðvikudag í von um að ná stórleik Manchester City gegn Tottenham á laugardag.

Sterling skoraði sigurmarkið þegar England lagði Ísland 1-0 á Laugardalsvelli í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner