Ísland vann Litháen eftir vítakeppni í undanúrslitum Eystrasaltsbikarsins í kvöld og mun leika gegn Lettlandi í úrslitaleik á laugardaginn.
Ísland er mun hærra skrifað í boltanum en Litháen en náði ekki að sýna það í leik kvöldsins.
„Ég er alls ekki ánægður með okkar leik í dag, það var margt sem var 'off' hjá okkur. Að sjálfsögðu er ég samt ánægður með að við unnum vítaspyrnukeppnina," segir Arnar í samtali við miðla KSÍ.
Hann segir að Ísland hefði átt að skora í fyrri hálfleik en spilamennska liðsins hefði fjarað út í seinni hálfleik.
„Við virkuðum orkulausir og mér fannst við ekki sjálfum okkur líkir. Þetta er ákveðin lexía fyrir okkur, við þurfum að mæta til leiks í hvert einasta skipti og við verðum að hlaupa mikið. Við þurfum að verjast vel og vinna einvígi, þetta var ekki til staðar í kvöld. Heilt yfir erum við allir svekktir með okkar frammistöðu."
Arnar segir að það jákvæða sé að það sé stutt í næsta leik og þá sé hægt að bæta upp fyrir það sem var ekki nægilega gott í þessum leik.
Ísland er mun hærra skrifað í boltanum en Litháen en náði ekki að sýna það í leik kvöldsins.
„Ég er alls ekki ánægður með okkar leik í dag, það var margt sem var 'off' hjá okkur. Að sjálfsögðu er ég samt ánægður með að við unnum vítaspyrnukeppnina," segir Arnar í samtali við miðla KSÍ.
Hann segir að Ísland hefði átt að skora í fyrri hálfleik en spilamennska liðsins hefði fjarað út í seinni hálfleik.
„Við virkuðum orkulausir og mér fannst við ekki sjálfum okkur líkir. Þetta er ákveðin lexía fyrir okkur, við þurfum að mæta til leiks í hvert einasta skipti og við verðum að hlaupa mikið. Við þurfum að verjast vel og vinna einvígi, þetta var ekki til staðar í kvöld. Heilt yfir erum við allir svekktir með okkar frammistöðu."
Arnar segir að það jákvæða sé að það sé stutt í næsta leik og þá sé hægt að bæta upp fyrir það sem var ekki nægilega gott í þessum leik.
Lestu um leikinn: Litháen 5 - 6 Ísland
Athugasemdir