Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 16. nóvember 2022 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
EM U19: Orri Steinn verðskuldaði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland U19 1 - 0 Skotland U19
1-0 Orri Steinn Óskarsson ('70)


Íslenska U19 ára landsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Orri Steinn Óskarsson var afar líflegur í leiknum og gerði eina mark leiksins á 70. mínútu með frábæru skoti sem var óverjandi fyrir markvörð Skota.

Leikurinn var nokkuð opinn og jafn þar sem bæði lið fengu góð færi sem fóru forgörðum.

Það var sérstaklega mikil spenna undir lok leiksins þegar Skotar settu boltann í stöngina seint í uppbótartíma en tókst ekki að jafna.

Þetta er frábært veganesti fyrir næsta leik sem er gegn ógnarsterku liði Frakklands. Frakkar unnu Kasakstan 7-0 í fyrstu umferð.

Tvær þjóðir komast upp úr riðlinum og í næstu umferð undankeppninnar. Ísland er því í frábærri stöðu fyrir næstu umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner