Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. desember 2022 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joey Gibbs í Stjörnuna (Staðfest)
Joey Gibbs.
Joey Gibbs.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ástralski sóknarmaðurinn Joey Gibbs hefur fengið félagaskipti úr Keflavík og yfir í Stjörnuna.

Gibbs hefur verið hjá Keflavík frá 2020 og átti hann stóran þátt í því að liðið komst upp í Bestu deildina það sumarið. Hann skoraði þá 21 mark í 19 leikjum í Lengjudeildinni.

Hann skoraði tíu mörk í 22 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni, en á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk í 21 leik.

„Ég er virkilega ánægður að Joey skuli ætla að taka slaginn með okkur en við höfum smátt og smátt verið að byggja upp nýtt lið í Garðabænum og teljum Joey passi virkilega vel inn í það sem við viljum gera," Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni.

„Hann muni ásamt Emil (Atlasyni) mynda eina öflugustu framlínu deildarinnar enda báðir gríðarlega góðir leikmenn sem vinna vel fyrir liðið og geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Það var strax ljóst af samtölum okkar að metnaðurinn og viljinn til að gera vel er sannarlega til staðar og við erum sannfærðir um að Joey muni falla vel inn í okkar umhverfi og þá liðsheild sem við erum að byggja."

Gibbs segist vera ánægður með að vera kominn í Stjörnuna og stefnir hann á að vinna titla með félaginu. Hann er enn einn lykilmaðurinn sem yfirgefur herbúðir Keflavíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner