Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Fannst við gera nóg til að vinna leikinn
Mynd: Getty Images
„Við erum örlítið vonsviknir með að hafa ekki tekið stigin þrjú," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir markalaust jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool stjórnaði leiknum og hélt boltanum mikið meira, en United fékk betri færin til að vinna.

„Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við vorum mikið með boltann, sköpuðum færi en náðum bara ekki að skora."

„Þeir fengu eitt eða tvö færi - þeir voru hættulegir í skyndisóknum - en heilt yfir fannst mér við vera sterkari aðilinn og áttum að vinna leikinn."

„Frammistaðan hefur ekki verið nægilega góð hjá okkur að undanförnu. Við verðum bara að halda áfram, leggja mikið á okkur og bæta okkur. Við munum ekki stoppa núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner