Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. janúar 2022 19:50
Elvar Geir Magnússon
Arnar ekki með Lewandowski á sínu blaði - Valdi Kante bestan
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari
Mynd: EPA
Robert Lewandowski, markahrókur Bayern München og Póllands, var valinn leikmaður ársins 2021 af FIFA en hann fær titilinn annað árið í röð.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, íþróttafréttamenn og stuðningsmenn sjá um að kjósa. Arnar Þór Viðarsson, Birkir Bjarnason fyrirliði og Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu kusu fyrir Íslands hönd.

Birkir og Víðir völdu Lewandowski númer eitt en hann komst ekki á þriggja manna lista Arnars landsliðsþjálfara Íslands. Arnar valdi N'Golo Kante númer eitt, Jorginho númer tvö og Lionel Messi númer þrjú.

Birkir var með Jorginho númer tvö og Mo Salah þrjú. Víðir var með Kevin De Bruyne tvö og Jorginho þrjú.

Thomas Tuchel var valinn þjálfari ársins en enginn af Íslendingunum var með hann efstan á sínu blaði. Birkir valdi Pep Guardiola en þeir Arnar og Víðir völdu Roberto Mancini landsliðsþjálfara Ítalíu. Tuchel komst hinsvegar á þriggja manna listann hjá öllum þremur.

Gianluigi Donnarumma var valinn markvörður ársins af öllum Íslendingunum en það var þó Edouard Mendy sem hlaut verðlaunin.
Athugasemdir
banner
banner
banner