Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. janúar 2022 19:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewandowski leikmaður ársins hjá FIFA
Lewandowski með bikarinn.
Lewandowski með bikarinn.
Mynd: Twitter
Robert Lewandowski, markahrókur Bayern München og Póllands, var valinn leikmaður ársins 2021 af FIFA en hann fær titilinn annað árið í röð.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, íþróttafréttamenn og stuðningsmenn sjá um að kjósa.

Ballon D'or sigurvegarinn Lionel Messi og Mohamed Salah komu á eftir honum.

Margir vildu meina að Lewandowski hafi átt Ballon d'or titilinn skilið. Hann á þennan titil svo sannarlega skilið en hann bætti magnað markamet í þýsku úrvalsdeildinni.

Gerard Muller skoraði 40 mörk á heilu almanaksári en Lewandowski bætti það met og gott betur og skoraði 43 mörk á árinu í deildinni.

„Takk kærlega fyrir, ég er mjög stoltur og glaður. Þessi bikar er fyrir þjálfarann og liðsfélagana mína líka því við vinnum hart að okkur til að vinna leiki og vinna titla," sagði Lewandowski.

Alexa Putellas var valin besti leikmaðurinn í kvennaflokki. Hún er 27 ára Spánverji en hún er fyrsta spænska konan sem vinnur þessi verðlaun.

Hún leikur með Barcelona en hún vann einnig Ballon d'or í ár. Hún vann deild og bikar með Barcelona á Spáni og Meistaradeild Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner