Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 17. janúar 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Skilja leiðir Conte og Tottenham í sumar?
Staða Antonio Conte hjá Tottenham er í óvissu en gengi liðsins hefur ekki verið að óskum að undanförnu. Tottenham tapaði gegn grönnum sínum í Arsenal 2-0 um síðustu helgi.

Gildandi samningur Conte rennur út í sumar en félagið hefur þó kost á að framlengja samninginn um tólf mánuði.

Það verður þó ekki gert ef framtíðarsýn hans og stjórnarinnar samræmist ekki. Conte hefur látið skýrt í ljós að hann vill vera sannfærður um metnað félagsins en hann hefur verið afskaplega sigursæll á sínum ferli.

Tottenham hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu úrvalsdeildarleikjum.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Athugasemdir
banner