Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Þór/KA en hann er í gildi til næstu tveggja ára.
Bríet er nýorðin 15 ára gömul en hún hefur þegar komið við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni.
Hún lék sinn fyrsta leik sumarið 2023, þá 13 ára gömul. Hún kom við sögu í 14 leikjum hjá Þór/KA síðasta sumar. Hún hefur leikið í 2. og 3. flokki undanfarin ár þrátt fyrir að vera lögleg í 4. flokki en hún skoraði 12 mörk í 11 leikjum fyrir 2. flokk síðasta sumar.
Bríet er nýorðin 15 ára gömul en hún hefur þegar komið við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni.
Hún lék sinn fyrsta leik sumarið 2023, þá 13 ára gömul. Hún kom við sögu í 14 leikjum hjá Þór/KA síðasta sumar. Hún hefur leikið í 2. og 3. flokki undanfarin ár þrátt fyrir að vera lögleg í 4. flokki en hún skoraði 12 mörk í 11 leikjum fyrir 2. flokk síðasta sumar.
„Það er alltaf mikið gleðiefni þegar ungar og efnilegar heimastelpur semja við félagið sitt,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA eftir undirskriftina.
„Bríet Fjóla er sannarlega ein af þeim sem eiga framtíðina fyrir sér hér í Þór/KA. Þrátt fyrir ungan aldur er Bríet Fjóla nú þegar komin með nokkra reynslu af Bestu deildinni og er að taka góð og ákveðin skref á sínum ferli. samviskusöm, dugleg, hæfileikarík og góður liðsfélagi sem leggur sig alltaf alla fram á æfingum og í leikjum. Við hlökkum mikið til að vinna með henni áfram og sjá hana blómstra á vellinum.“
Athugasemdir