Samkvæmt heimildum Sky Sports á Ítalíu ætlar AC Milan að snúa sér að Kyle Walker í staðin fyrir Marcus Rashford.
Milan getur aðeins fengið einn Breta til sín miðað við reglur ítölsku deildarinnar. Sky Sports greinir frá því að félagið kjósi frekar að fá Walker.
Milan er því áfram í leit að framherja og Sky Sports greinir frá því að Joao Felix, sóknarmaður Chelsea, sé á ´óskalistanum.
Engar formlegar viðræður hafa farið í gang milli Milan og Man Utd en enska félagið er tilbúið að lána leikmanninn í janúar en hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan um miðjan desember.
Dortmund er talið hafa áhuga á að fá enska sóknarmanninn.
Athugasemdir