Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Gerrard spenntur að sjá hvort Man City missi 2014 titilinn
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, segir að það verði mjög spennandi að sjá hvort Manchester City missi titilinn fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni árið 2014.

Manchester City braut fjárhagsreglur UEFA á þessum árum en fyrir helgi var liðið dæmt í tveggja ára bann frá keppni í Meistaradeildinni. Manchester City gæti misst titilinn frá því árið 2014 ef rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar sýnir fram á brot.

Gerrard var fyrirliði Liverpool sem endaði í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni 2014 eftir harða baráttu við Manchester City.

„Við bíðum og sjáum. Frá sjónarhorni UEFA er þetta auðvitað mjög hörð refsing. Ég er viss um að þeir muni áfrýja og við þurfum að bíða og sjá útkomuna út úr því," sagði Gerrard.

„Þá sjáum við hvort enska úrvalsdeildin bregðist við. Ef þú horfir á þessa hörðu refsingu frá UEFA þá er ljóst að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis. Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna. Þangað til að ég heyri refsinguna frá ensku úrvalsdeildina ætla ég ekki að tjá mig en ég er mjög spenntur...af augljósum ástæðum."

„Þetta er allt saman ef og hefði. Manchester City urðu meistarar. Ég sit hérna núna og óska þeim til hamingju. Þeir eru meistarar. Þangað til hlutirnir breytast, ef þeir breytast þá er þetta allt ef og hefði."

„Ég hef ekkert meira að segja um þetta mál. Það eina sem ég get sagt er að ég er mjög spenntur eftir að hafa séð hversu alvarleg refsingin var frá UEFA."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner