Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola við leikmenn Man City: Verð áfram þó við förum í D-deild
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur lýst því yfir við leikmenn sína að hann ætli ekki að fara fet.

Manchester City var á föstudag dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Guardiola hefur sagt við leikmenn sína að hann ætli þrátt fyrir það ekki að fara neitt.

„Jafnvel þó að þeir setji okkur í aðra deild (D-deild) þá verð ég ennþá hér," sagði Guardiola við leikmenn sína.

Guardiola er samningsbundinn til 2021 en samningurinn er með ákvæði um endurskoðun eftir þetta tímabil. Á ferli sínum hefur Guardiola aldrei farið frá félagi áður en samningi hans lýkur.

UEFA hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum og til að greiða 30 milljónir evra í sekt. Ekki er enn vitað hvernig enska knattspyrnusambandið mun bregðast við en City var dæmt fyrir alvarleg brot á reglum um fjármál.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner