Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 21:53
Aksentije Milisic
Meistaradeildin: Chelsea sló Atletico úr leik - Öruggt hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sextán liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu héldu áfram í kvöld þegar tvær rimmur voru á dagskrá.

Í London áttust við Chelsea og Atletico Madrid og í Munchen fékk Bayern lið Lazio í heimsókn.

Chelsea vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og var því í fínum málum fyrir rimmuna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með, bæði lið sóttu en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi.

Um miðjan fyrri hálfleik gerðist umdeilt atvik. Cesar Azpilicueta ætlaði þá að senda knöttinn til baka á markvörð sinn en hitti boltann illa. Yannick Carrasco gaf þá í og ætlaði að komast í knöttinn en þá greip Azpilicueta í hann.

Dómari leiksins dæmdi ekki neitt og VAR ákvað að láta atvikið vera. Mörgum til mikillrar furðu og má segja að Azpilicueta hafi sloppið með skrekkinn.

Það var síðan Hakim Ziyech sem kom Chelsea yfir á 34. mínútu. Chelsea fór þá í hraða sókn sem endaði með því að Timo Werner gaf boltann fyrir á Ziyech sem skoraði framhjá Jan Oblak í marki gestanna. Mjög flott skyndisókn hjá Chelsea.

Staðan var 1-0 í hálfleik og ljóst að Atletico þurfti því tvö mörk í síðari hálfleiknum. Spánverjarnir voru hins vegar ekki nálægt því að skora í síðari hálfleiknum og náðu lítið sem ekkert að ógna marki heimamanna sem vörðust mjög vel.

Stefan Savic fékk rautt spjald á 81. mínútu fyrir að gefa Antonio Rudiger olnbogaskot. Það var síðan Emerson sem skoraði á 94. mínútu með sinni fyrstu snertingu en hann hafði komið inn á sem varamaður nokkrum sekúndum áður.

Þægilegur sigur hjá Chelsea staðreynd og liðið fer því áfram í 8-liða úrslitin.

Bayern vann þá 2-1 sigur á Lazio en fyrri leiknum lauk með 1-4 sigri Bayern í Róm. Robert Lewandowski og Eric Choupo-Moting gerðu mörk heimamanna áður en Marco Parolo náði að laga stöðuna.

Bayern fer því örugglega áfram í 8-liða úrslitin en liðið hefur titil að verja.

Bayern 2 - 1 Lazio
1-0 Robert Lewandowski ('33 , víti)
2-0 Eric Choupo-Moting ('73 )
2-1 Marco Parolo ('82 )

Chelsea 2 - 0 Atletico Madrid
1-0 Hakim Ziyech ('34 )
2-0 Emerson ('90)
Rautt spjald: Stefan Savic, Atletico Madrid ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner