
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður PAOK og íslenska landsliðsins, hefur þurft að draga sig úr hóp landsliðsins vegna meiðsla en þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ í dag.
Blikinn er í lykilhlutverki hjá PAOK í Grikklandi og spilað alla leiki nema tvo í deildinni. Hann var ekki með í síðasta leik gegn Volos vegna meiðsla.
Hann var valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni í mars gegn Bosníu og Liechtenstein.
Sverrir mun hins vegar ekki getað tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla sem hann er að glíma við og hefur Guðmundur Þórarinsson, leikmaður OFI Crete, verið kallaður inn í hans stað.
Guðmundur á 12 A-landsleiki að baki.
Sverrir Ingi Ingason er að glíma við meiðsli og getur ekki tekið þátt í komandi leikjum A landsliðs karla. Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska liðsins hefur kallað á Guðmund Þórarinsson í hans stað. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki. https://t.co/KvhsNXWVnJ pic.twitter.com/63enjQgxQC
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2023
Athugasemdir