Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gasperini: Dómarinn eyðilagði leikinn fyrir öllum fótboltaáhugamönnum
Mynd: EPA
Það gekk mikið á þegar Atalanta og Inter áttust við í toppslag á ítalíu í gær.

Ederson, miðjumaður Atalanta, fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og annað gult spjald strax í kjölfarið fyrir að klappa fyrir dómaranum. Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta fékk rautt spjald stuttu síðar. Þá fékk Alessandro Bastoni, varnarmaður Inter, rautt í uppbótatíma.

Gasperini var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans í 2-0 tapi Atalanta.

„Það var engin þörf á því að fara þangað, leikurinn var enn opinn þegar tuttugu mínútur voru eftir sem hefðu getað verið mjög heillandi," sagði Gasperini.

„Dómarinn gekk of langt því það voru önnur atvik í leiknum en Ederson gekk of langt að klappa kaldhæðnislega, dómarinn eyðilagði leikinn. Það voru mun verri atriði eða orð en klapp. Sumir dómarar hundsa það. Leikurinn var ónýtur eftir þetta í frábæru andrúmslofti, það er synd að sjá leik liða í 1. og 3. sæti vera eyðilagður á þennan hátt. Þetta refsaði öllum, báðum liðum og öllum fótboltaáhugamönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner