Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mið 17. apríl 2024 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Augnablik
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við reiknuðum með því að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna. Eftir að þeir skoruðu þá tókum við yfir leikinn og vorum miklu, miklu, miklu betra liðið. Úrslitin, 5-2, töluðu sínu máli," sagði Arnar Laufdal Arnarsson sem var valinn besti leikmaður 2. umferðar Mjólkurbikars karla fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Kormáki/Hvöt. Arnar fær að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Augnablik er í 3. deild en Kormákur/Hvöt verður í 2. deild í sumar.

Arnar, sem spilar sem er snöggur hægri kantmaður, skoraði tvö mörk í leiknum. „Það er hægt að nálgast þessi mörk á TikTok og Instagram-reikningi Augnabliks, kannski ekki hægt að segja að þetta sé fallegasta tvenna sem ég hef skorað en rosalega gott að komast á blað."

Augnablik dróst á móti Stjörnunni í 32- liða úrslitunum. „Ég missti af drættinum, var sofandi og vakinn með símhringingu, fór og kíkti og sá að við fengum Stjörnuna. Það er eiginlega draumur í dós. Við vildum ekki fá 2. deildar lið og ekki Lengjudeildarlið. Að fá Jölla er eitthvað sem við bíðum rosalega spenntir eftir, ég er í mjög góðu sambandi við Jölla og get ekki beðið eftir því að mæta Stjörnunni. Þetta verður ógeðslega gaman. Við munum gera mjög mikið í kringum leikinn og ég hvet alla til þess að mæta á völlinn," sagði Arnar.

Jölli er Jökull Elísabetarson sem er fyrrum þjálfari Augnabliks og núverandi þjálfari Stjörnunnar.

„Ég sá strax eftir fyrsta tímabilið mitt með Jölla að þetta væri gæi sem ætti ekki að vera þjálfa Augnablik. Maður vissi að hann væri svaka klár og það náði alveg yfir í fótboltann. Maður sá að þetta var algjör snillingur og hann náði ótrúlega vel til leikmanna. Það var hægt að tala við hann um hvað sem er, mjög góður vinur sinna leikmanna. Ég efast ekki um að það sé líka þannig í Stjörnunni. Ég á Jölla mikið að þakka. Hann hafði gríðarlega trú á mér og ég held mjög mikið með honum persónulega," sagði Arnar.

Arnar Laufdal er 24 ára, er uppalinn Bliki og byrjaði að spila með Augnabliki árið 2020. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks fer fram eftir viku, miðvikudagskvöldið 24. apríl, og fer leikurinn fram í Fífunni.

Bestir í bikarnum:
1. umferð - Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner