Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 17. apríl 2024 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Augnablik
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við reiknuðum með því að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna. Eftir að þeir skoruðu þá tókum við yfir leikinn og vorum miklu, miklu, miklu betra liðið. Úrslitin, 5-2, töluðu sínu máli," sagði Arnar Laufdal Arnarsson sem var valinn besti leikmaður 2. umferðar Mjólkurbikars karla fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Kormáki/Hvöt. Arnar fær að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Augnablik er í 3. deild en Kormákur/Hvöt verður í 2. deild í sumar.

Arnar, sem spilar sem er snöggur hægri kantmaður, skoraði tvö mörk í leiknum. „Það er hægt að nálgast þessi mörk á TikTok og Instagram-reikningi Augnabliks, kannski ekki hægt að segja að þetta sé fallegasta tvenna sem ég hef skorað en rosalega gott að komast á blað."

Augnablik dróst á móti Stjörnunni í 32- liða úrslitunum. „Ég missti af drættinum, var sofandi og vakinn með símhringingu, fór og kíkti og sá að við fengum Stjörnuna. Það er eiginlega draumur í dós. Við vildum ekki fá 2. deildar lið og ekki Lengjudeildarlið. Að fá Jölla er eitthvað sem við bíðum rosalega spenntir eftir, ég er í mjög góðu sambandi við Jölla og get ekki beðið eftir því að mæta Stjörnunni. Þetta verður ógeðslega gaman. Við munum gera mjög mikið í kringum leikinn og ég hvet alla til þess að mæta á völlinn," sagði Arnar.

Jölli er Jökull Elísabetarson sem er fyrrum þjálfari Augnabliks og núverandi þjálfari Stjörnunnar.

„Ég sá strax eftir fyrsta tímabilið mitt með Jölla að þetta væri gæi sem ætti ekki að vera þjálfa Augnablik. Maður vissi að hann væri svaka klár og það náði alveg yfir í fótboltann. Maður sá að þetta var algjör snillingur og hann náði ótrúlega vel til leikmanna. Það var hægt að tala við hann um hvað sem er, mjög góður vinur sinna leikmanna. Ég efast ekki um að það sé líka þannig í Stjörnunni. Ég á Jölla mikið að þakka. Hann hafði gríðarlega trú á mér og ég held mjög mikið með honum persónulega," sagði Arnar.

Arnar Laufdal er 24 ára, er uppalinn Bliki og byrjaði að spila með Augnabliki árið 2020. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks fer fram eftir viku, miðvikudagskvöldið 24. apríl, og fer leikurinn fram í Fífunni.

Bestir í bikarnum:
1. umferð - Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner