Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   mið 17. apríl 2024 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Augnablik
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við reiknuðum með því að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna. Eftir að þeir skoruðu þá tókum við yfir leikinn og vorum miklu, miklu, miklu betra liðið. Úrslitin, 5-2, töluðu sínu máli," sagði Arnar Laufdal Arnarsson sem var valinn besti leikmaður 2. umferðar Mjólkurbikars karla fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Kormáki/Hvöt. Arnar fær að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Augnablik er í 3. deild en Kormákur/Hvöt verður í 2. deild í sumar.

Arnar, sem spilar sem er snöggur hægri kantmaður, skoraði tvö mörk í leiknum. „Það er hægt að nálgast þessi mörk á TikTok og Instagram-reikningi Augnabliks, kannski ekki hægt að segja að þetta sé fallegasta tvenna sem ég hef skorað en rosalega gott að komast á blað."

Augnablik dróst á móti Stjörnunni í 32- liða úrslitunum. „Ég missti af drættinum, var sofandi og vakinn með símhringingu, fór og kíkti og sá að við fengum Stjörnuna. Það er eiginlega draumur í dós. Við vildum ekki fá 2. deildar lið og ekki Lengjudeildarlið. Að fá Jölla er eitthvað sem við bíðum rosalega spenntir eftir, ég er í mjög góðu sambandi við Jölla og get ekki beðið eftir því að mæta Stjörnunni. Þetta verður ógeðslega gaman. Við munum gera mjög mikið í kringum leikinn og ég hvet alla til þess að mæta á völlinn," sagði Arnar.

Jölli er Jökull Elísabetarson sem er fyrrum þjálfari Augnabliks og núverandi þjálfari Stjörnunnar.

„Ég sá strax eftir fyrsta tímabilið mitt með Jölla að þetta væri gæi sem ætti ekki að vera þjálfa Augnablik. Maður vissi að hann væri svaka klár og það náði alveg yfir í fótboltann. Maður sá að þetta var algjör snillingur og hann náði ótrúlega vel til leikmanna. Það var hægt að tala við hann um hvað sem er, mjög góður vinur sinna leikmanna. Ég efast ekki um að það sé líka þannig í Stjörnunni. Ég á Jölla mikið að þakka. Hann hafði gríðarlega trú á mér og ég held mjög mikið með honum persónulega," sagði Arnar.

Arnar Laufdal er 24 ára, er uppalinn Bliki og byrjaði að spila með Augnabliki árið 2020. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks fer fram eftir viku, miðvikudagskvöldið 24. apríl, og fer leikurinn fram í Fífunni.

Bestir í bikarnum:
1. umferð - Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner