Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. maí 2022 15:31
Elvar Geir Magnússon
Skrtel hefur áhyggjur af heilsu sinni og leggur skóna á hilluna
Martin Skrtel.
Martin Skrtel.
Mynd: Getty Images
Slóvakinn Martin Skrtel hefur tilkynnt að skórnir séu komnir upp í hilluna eftir 21 árs atvinnumannaferil.

Þessi 37 ára miðvörður var hjá Liverpool í sjö og hálft ár þar sem hann vann meðal annars undir Rafael Benítez, Brendan Rodgers og Jurgen Klopp. Hann spilaði samtals 320 leiki fyrir félagið.

Hann yfirgaf Liverpool 2016 og gekk í raðir Fenerbahce og síðar Atalanta og Istanbul Basaksehir áður en hann samdi við Spartak Trnava í heimalandi sínu Slóvakíu.

Hann lék aðeins níu leiki fyrir Spartak áður en hann ákvað að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

„Ég hef verið í meiðslavandræðum sem hafa ekki bara haft hamlandi áhrif á mig í fótboltanum en einnig í persónulega lífinu. Ég man ekki eftir degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef verið að æfa með verkjalyfjum og sprautum síðustu mánuði," segir Skrtel.

„Það var erfitt að labba hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn var slæmur. Verst var að hlaupa, stökkva og lenda í návígum. Það er eitthvað sem þörf er á í fótbolta. Því hef ég ákveðið að ég hafi spilað minn síðasta leik í íþróttinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner