Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Haukar í annað sætið eftir þrennu Elínar Bjargar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sindri 2 - 5 Haukar
0-1 Guðrún Ágústa Halldórsdóttir ('45 )
0-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('52 )
0-3 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('59 )
1-3 Inna Dimova ('66 )
2-3 Katie Teresa Cox ('68 )
2-4 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('76 )
2-5 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('92 )

Það fór einn leikur fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Sindri tók á móti Haukum og var staðan markalaus allt þar til undir lok fyrri hálfleiks.

Guðrún Ágústa Halldórsdóttir skoraði þá til að taka forystuna fyrir Hauka og leiddu Hafnfirðingar í leikhlé.

Flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik þar sem Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Rakel Lilja Hjaltadóttir bættu sitthvoru markinu við fyrir gestina.

Haukar leiddu þá með þremur mörkum en það tók Sindra ekki langan tíma að minnka muninn aftur niður í eitt mark. Inna Dimova og Katie Cox skoruðu á þriggja mínútna kafla og staðan orðin 2-3 fyrir lokakafla leiksins.

Elín Björg tvöfaldaði forystu Hauka á 76. mínútu og innsiglaði svo sjálf sigurinn með marki í uppbótartíma. Hún fullkomnaði þannig þrennu til að ganga frá Sindra.

Þetta er dýrmætur sigur fyrir Hauka sem eru í öðru sæti deildarinnar, með 16 stig eftir 6 umferðir - tveimur stigum á eftir toppliði Völsungs sem er með fullt hús stiga.

Sindri er í neðri hlutanum, með 4 stig úr 6 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner