Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ryan Porteous í tveggja leikja bann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Skoski varnarmaðurinn Ryan Porteous hefur mögulega lokið keppni á Evrópumótinu eftir að hafa fengið rautt spjald í 5-1 tapi Skotlands í opnunarleik mótsins gegn heimamönnum í Þýskalandi.

Porteous skellti sér í tveggja fóta tæklingu innan vítateigs og kom þannig í veg fyrir mark, en fékk beint rautt spjald að launum.

Ilkay Gündogan varð fyrir tæklingunni og var heppinn að geta haldið leik áfram.

Aganefnd UEFA hefur skoðað atvikið gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu að eins leiks bann sé ekki nóg eftir svona grófa tæklingu. Porteous fær því tveggja leikja bann.

Hann missir því af restinni af riðlakeppninni og öllu Evrópumótinu ef Skotum mistekst að komast í útsláttarkeppnina.

Skotar þurfa jákvæð úrslit gegn Sviss og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjum A-riðils.

Þá hefur skoska fótboltasambandið fengið rúmlega 5 þúsund evru sekt vegna óspekta stuðningsfólks Skotlands á Allianz Arena í München. Skotar köstuðu ýmsum aðskotahlutum inn á völlinn í tapinu stóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner