Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   mið 17. júlí 2013 20:02
Brynjar Ingi Erluson
EM kvenna - Dagný Brynjarsdóttir: Draumi líkast að ná þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var enn að ná sér niður eftir 1-0 sigur á Hollendingum í dag, en íslenska liðið komst í fyrsta skiptið í 8-liða úrslit Evrópumótsins.

,,Þetta er frábært, þetta var okkar markmið og draumi líkast að ná þessu. Þær eru með ótrúlega hraða framlínu og það var þeirra styrkleiki og við vissum ef við myndum vera þéttar og liggja til baka þá myndi ekkert koma úr þeirra mönnum og við náðum að loka á það í dag," sagði Dagný.

,,Ég held að ég muni ekki eftir einni skyndisókn hjá þeim í dag, þannig ég held að gameplanið hafi virkað í dag. Ég held að við hefðum getað skorað fleiri mörk, en eitt mark er nóg í dag og við erum sáttar með það."

,,Það er frábært og þetta var frábær sending frá Hallberu og gaman að geta skorað úr því."


Dagný meiddist á móti Þýskalandi og var tæp fyrir leikinn, en hún náði ótrúlegum bata og þakkar sjúkraþjálfurunum fyrir.

,,Kannski eftir á var smá spurning, en svo bara lagaðist ég alltaf rosalega mikið með hverjum deginum og hverjum klukkutímanum. Við erum með frábæra sjúkraþjálfara og ég held að þeir eigi svolítið heiðurinn að því að ég sé að spila hérna."

,,Svipað sterk lið, en það er gaman að fá Svíþjóð. Norðurlandaþjóð og með fullt af áhorfendum og svaka stemmning í því. Ég veit það ekki, mér er sama, en gaman fyrir stelpurnar sem spila hérna í Svíþjóð að mæta samherjum sínum í deildinni."


SigurWin mætti með liðinu í dag og fékk að snerta grasið, stelpurnar þakka honum fyrir hans stuðning. Hann er lukkudýr liðsins.

,,Við gleymdum honum í seinustu tveimur leikjum, en tókum hann með í dag og það virkaði, hann er greinilega happa," sagði hún að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner