Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   þri 17. júlí 2018 11:50
Arnar Daði Arnarsson
Heimir hættur - Fréttamannafundurinn í heild sinni
Icelandair
Heimir ásamt Sigga Dúllu og Helga Kolviðs.
Heimir ásamt Sigga Dúllu og Helga Kolviðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun íslenska landsliðsins en þetta var staðfest í tilkynningu frá KSÍ sem send var út í morgun.

Heimir boðaði til fréttamannafundar á Hilton Hótel Nordica klukkan 11:00 í morgun.

Hægt er að sjá fréttamannafundinn í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Helstu punktar frá fundinum

- Heimir segir að fyrirspurnir hafi komið til sín frá félagsliðum og landsliðum. Ekkert sem hafi þó haft áhrif á þessa ákvörðun að stíga til hliðar hjá KSÍ. Hann sé nú í þeirri stöðu að hann geti skoðað allt.

- Heimir segir að það séu nokkrir dagar síðan hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta. Viðurkennir að þetta hafi verið að snúast í hausnum á sér.

- Heimir ræddi við KSÍ um að halda samstarfinu áfram og segir að hugmyndum hafi verið kastað á milli. Hugmyndir voru uppi um að Heimir tæki bara Þjóðadeildina en þegar það var rætt betur féll það um sjálft sig.

- Hann segist hafa vitað það sjálfur hvaða svigrúm væri í sambandi við laun. Viðræðurnar við KSÍ hafi aldrei snúist um peninga.

- Heimir segir að sjö ár sé langur tími og það sé hollt fyrir hópinn að fá nýja rödd og nýja sýn. Kominn sé tími á breytingar og það sé gott bæði fyrir hann sjálfan og liðið. Það komi þreyta í allt samstarf.

- Heimir hrósar samstarfsmönnum sínum í gegnum árin og segir að Lars Lagerback hafi verið besti lærifaðir sem hann hafi getað haft. Hann segir að verðmæti KSÍ felist í starfsfólkinu.

- Árangurinn er þó fyrst og fremst leikmannana og talar um persónulegan metnað og framlag hjá strákunum okkar.

- Hann segist skilja við liðið í frábærri stöðu og staða KSÍ hafi aldrei verið betri. Spennandi tímar séu framundan í íslenskum fótbolta. Hann hrósar samstarfi við fjölmiðla og stuðningsmenn.
Athugasemdir
banner
banner