Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. júlí 2021 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Öruggur sigur Þróttar V. - Jafnt hjá Njarðvík og Magna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum sem hófust kl 14 er lokið. Topplið Þróttur V. vann öruggan sigur á Fjarðabyggð en Njarðvík og Magni gerðu jafntefli.

Sigurður Gísli Snorrason ofast kallaður Siggi Bond, kom Þrótturum yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik gegn Fjarðabyggð, Dagur Ingi Hammer, Viktor Smári Segatta og Hubert Kotus skoruðu sitt markið hver í síðari hálfleik. 4-0 sigur Þróttara staðreynd.

Magni komst yfir gegn Njarðvik með marki frá Hjörvari Sigurgeirssyni undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvíkingar jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat.

Tveir leikir í 2. deild hófust núna kl 16 en það er annars vegar viðureign milli ÍR og Völsungs og KF og Reynir S hinsvegar.

Fjarðabyggð 0 - 4 Þróttur V.
0-1 Sigurður Gísli Snorrason ('17, víti)
0-2 Dagur Ingi Hammer ('62)
0-3 Viktor Smári Segatta ('65)
0-4 Hubert Kotus ('71)

Njarðvík 1-1 Magni
0-1 Hjörvar Sigurgeirsson ('44)
1-1 Marc Mcausland ('73)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner