Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. júlí 2022 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Bayern og Juventus ná samkomulagi um De Ligt
Matthijs de Ligt fer til Bayern
Matthijs de Ligt fer til Bayern
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt mun ganga í raðir Bayern München frá Juventus, en þetta fullyrðir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano í kvöld.

Þessi 22 ára gamli varnarmaður gekk í raðir Juventus frá Ajax fyrir þremur árum fyrir 75 milljónir evra og hefur hann verið fastamaður í liði ítalska liðsins síðan.

De Ligt tjáði stjórnarmönnum Juventus fyrr í þessum mánuði að hann vildi yfirgefa félagið og er það nú að verða að veruleika.

Bayern hefur rætt við Juventus síðustu daga og hafa félögin nú náð munnlegu samkomulagi um kaupverð. Bayern greiðir ríflega 80 milljónir evra fyrir varnarmanninn stóra og stæðilega þar sem hluti af greiðslunum miðast við árangur hans hjá þýska félaginu.

De Ligt mun skrifa undir fimm ára samning við Bayern en Fabrizio Romano lét eftir sér hin afar vinsælu spakmæli „Here We Go" og má því gera ráð fyrir að félögin staðfesti samkomulagið á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner