Miðjumaðurinn sókarsinnaði Houssem Aouar var á sínum tíma eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu eftir frábæra frammistöðu með Lyon í franska boltanum. Nú er hann búinn að skrifa undir samning við sádi-arabíska stórveldið Al-Ittihad.
Aouar var talinn til allra efnilegustu miðjumanna heims fyrir nokkrum árum síðan og ákvað Lyon að halda leikmanninum þrátt fyrir mikinn áhuga utan landsteinanna.
Aouar er 26 ára gamall og var hann algjör lykilmaður í U21 landsliði Frakka, auk þess að spila einn A-landsleik áður en frammistaða hans með Lyon tók að dala smám saman.
Aouar spilaði í heildina 233 leiki fyrir Lyon og kom að 77 mörkum en fór að lokum frá félaginu á frjálsri sölu í fyrrasumar. Hann gekk þá til liðs við Roma en tókst ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.
Al-Ittihad borgar 12 milljónir evra til að kaupa Aouar og græða Rómverjar því vænlega á þessum félagaskiptum eftir að hafa fengið leikmanninn frítt.
Aouar er í dag landsliðsmaður Alsír og hefur skorað 3 mörk í 12 leikjum þar.
Laurent Blanc, nýráðinn þjálfari Al-Ittihad, bað um að Aouar yrði keyptur til félagsins eftir að hafa þjálfað hann í eitt tímabil hjá Lyon.
Welcome Houssem Aouar to the Tigers ????????
— Ittihad Club (@ittihad_en) July 16, 2024
pic.twitter.com/Gk0UPGfgY8
Athugasemdir