Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arftaki Guirassy lentur hjá Stuttgart (Staðfest) - Dýrastur í sögu félagsins
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stuttgart reyndist vera eitt af helstu spútnik liðum síðasta tímabils í efstu deild þýska boltans og er búið að kaupa sér nýjan framherja sem á að leiða sóknarlínuna á næstu leiktíð.

Sá heitir Ermedin Demirovic og er frá Bosníu, en hann skoraði 15 mörk og gaf 10 stoðsendingar í 33 deildarleikjum á síðustu leiktíð, þegar hann lék með Augsburg.

Á síðustu leiktíð endaði Stuttgart afar óvænt í öðru sæti deildarinnar, á eftir Bayer Leverkusen sem gerði sér lítið fyrir og sigraði deildina í fyrsta sinn í sögunni og gerði það án þess að tapa leik.

Serhou Guirassy var stór ástæða á bakvið velgengni Stuttgart þar sem mörkin hans hjálpuðu liðinu að gera góða hluti. Guirassy skoraði 28 mörk í 28 deildarleikjum en er núna á leið til Borussia Dortmund, sem borgaði upp riftunarákvæðið í samningi leikmannsins til að tryggja sér hann.

Riftunarákvæði Guirassy hljóðar upp á um það bil 17 milljónir evra, en Stuttgart er að borga um 21 milljón fyrir Demirovic og tapar því örlítið á milli.

Demirovic er 26 ára gamall og skoraði 23 mörk í 66 leikjum á tíma sínum í Augsburg. Hann á þó aðeins eitt mark í 26 A-landsleikjum fyrir Bosníu eftir að hafa verið iðinn við markaskorun með unglingalandsliðunum


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner