Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Ekki í myndinni að taka við enska landsliðinu - „Öll mín einbeiting er á Tottenham“
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham á Englandi, segist vera með alla einbeitingu á því að ná árangri hjá félaginu, en hann var í dag orðaður við þjálfarastarfið hjá enska landsliðinu.

Postecoglou er sagður vera eitt nafn af mörgum sem koma til greina sem arftaki Gareth Southgate.

Southgate hætti með landsliðið eftir Evrópumótið í Þýskalandi og er Postecoglou sagður ofarlega á lista hjá John McDermott, tæknilegum stjórnanda enska fótboltasambandsins, en McDermott mun sjá alfarið um að ráða nýjan þjálfara.

Ástralski stjórinn tjáði sig um orðróminn eftir 5-1 sigur Tottenham á Hearts í Skotlandi í kvöld, en hann útilokar það að taka við enska landsliðinu.

„Ég fékk mér kríu eftir hádegi þannig ég hef ekki hugmynd um þessar fréttir. Ég er stjóri Tottenham og er staðráðinn í að ná árangri með félaginu. Öll mín einbeiting er á Tottenham,“ sagði Postecoglou við fjölmiðla eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner