Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou á blaði hjá enska fótboltasambandinu
Ange Postecoglou gæti tekið við enska landsliðinu
Ange Postecoglou gæti tekið við enska landsliðinu
Mynd: EPA
Ástralski stjórinn Ange Postecoglou er eitt af mörgum nöfnum sem eru á blaði hjá enska fótboltasambandinu til að taka við af Gareth Southgate hjá enska karlalandsliðinu. Þetta kemur fram í Telegraph.

Southgate sagði starfi sínu lausu eftir tap Englands gegn Spáni í úrslitaleik Evrópumótsins.

John McDermott, tæknilegur stjórnandi enska sambandsins, fær það hlutverk að finna mann í stað Southgate en hann er smíða saman lista af mögulegum arftökum.

Hann er mikill aðdáandi Postecoglou, sem stýrir Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. McDermott hefur fylgst náið með Postecoglou síðasta áratuginn eða svo.

Ráðningaferlið gæti tekið einhvern tíma og er ekki útiloka að bráðabirgðaþjálfari verði ráðinn til að stýra landsliðinu gegn Finnlandi og Írlandi í Þjóðadeildinni í september.

Lee Carsley, þjálfari U21 árs landsliðsins, er líklegastur til að taka við stöðunni til bráðabirgða, en hann er í miklum metum hjá sambandinu eftir að hafa unnið Evrópumót U21 árs landsliða á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner