Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heitinga ráðinn aðstoðarþjálfari Liverpool (Staðfest)
Mynd: EPA
Liverpool hefur samið við John Heitinga og er hann tekinn við sem aðstoðarmaður Arne Slot sem ráðinn var stjóri liðsins í vor

Heitinga þekkir vel til í Liverpoolborg því hann lék á sínum tíma með grönnunum í Everton.

Heitinga var hluti af þjálfarateymi David Moyes hjá West Ham í fyrra og var þar áður hjá Ajax.

Heitinga er fertugur Hollendingur sem lék sem miðvörður á sínum ferli. Hann tók alls þátt í 87 landsleikjum og lék með Ajax, Atletico Madrid, Everton Fulham og Herthu Berlin áður en hann lagði skóna á hilluna 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner