Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   mið 17. júlí 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Þessi maður ætlar alla leið í bikarnum
Þessi maður ætlar alla leið í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta voru bara tvö góð fótboltalið að spila og við klárum þetta bara eftir fast leikatriði. Síðan sleppur Djordje (Panic) einn í gegn og klárar þetta í 3-1 eins og ég bað hann um að gera þegar ég setti hann inn á.“ sagði Baldvin Már Borgarsson, þjálfari FC Árbæjar, eftir 3-2 sigur hans manna gegn Víkingi Ólafsvík í 16-liða úrslitum í fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Árbær 3 -  2 Víkingur Ó.

Komu Ólsarar Badda og Árbæingum eitthvað á óvart í kvöld eða var þetta eins leikur og hann átti von á?

Víkingur Ólafsvík er mjög gott fótboltalið og þú sást gæðin í sexunni þeirra sem er umferðastjórinn þeirra. Þeir eru með virkilega góðan og teknískan vinstri kantmann og Gary Martin tók mikið til sín fram á við í fyrri hálfleik. Það var bara allt erfitt. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og við gerðum þeim erfitt fyrir. Þetta var bara baráttuleikur og ég bjóst alveg við þeim svona.

Það hefði verið gaman að vera fyrsta liðið til þess að vinna þá. En ég sagði við strákana fyrst við fáum það ekki þá bara brjótum við þá endanlega. Það er erfitt að tapa tvo leiki í röð. Bara eins og hjá Mækaranum (Mikael Nikulássyni) í fyrra með KFA, um leið og hann tapaði einum leik þá bara hrundi allt.

Bæði Baldvin og varamaður Árbæjar fengu gult spjald í dag fyrir að mótmæla á bekknum. Baldvin var allt annað en sáttur með dómgæsluna í dag.

Það má bara ekkert segja við þessa gauka sem eru að dæma þessa leiki hjá okkur. Leikmaður númer 6 hjá Víking Ólafsvík var búinn að brjóta endalaust , hann var meira að segja nýbúinn að labba upp að mér og slá mig í andlitið. Þeir voru ekki að spjalda rassgat á Víking Ólafsvík. Mér fannst dómgæslan ekkert æðisleg í leiknum. Gary Martin var endalaust rífandi í menn, ég var nú að spá í að labba inn í klefa með treyju fyrir hann fyrst hann að var rífandi í menn allan helvítis fyrri hálfleikinn áður en hann var tekinn útaf.

Mér fannst hann (Gary Martin) fá of mikla virðingu í dag og sama með Víking Ólafsvík sem stóra liðið í dag innan gæsalappa. Um leið og ég bað um eitthvað eitt spjald sem var bara pjúra spjald þá spjalda þeir mig bara. Það er auðvelt að spjalda unga þjálfara virðist vera.

Baldvin er segir það vera gott veganesti fyrir hópinn að hafa unnið lið í toppbaráttu í deild fyrir ofan.

Frammistaðan okkar var virkilega gott að mörgu leyti. Frammistaðan í sumar hefur verið mjög góð hjá okkur fyrir utan kannski tvo til þrjá leiki. Við bara sýndum það í dag að við erum með hörkulið og getum keppt við Víking Ólafsvík sem eru í toppbaráttu í 2. deildinni. Þangað stefnum við núna, að fara upp í 2. deild. Það er líka frábært veganesti fyrir okkur að sanna það fyrir bæði okkur og aðra að við getum keppt við þessi lið og unnið þau.“

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner