Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 17. júlí 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Þessi maður ætlar alla leið í bikarnum
Þessi maður ætlar alla leið í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta voru bara tvö góð fótboltalið að spila og við klárum þetta bara eftir fast leikatriði. Síðan sleppur Djordje (Panic) einn í gegn og klárar þetta í 3-1 eins og ég bað hann um að gera þegar ég setti hann inn á.“ sagði Baldvin Már Borgarsson, þjálfari FC Árbæjar, eftir 3-2 sigur hans manna gegn Víkingi Ólafsvík í 16-liða úrslitum í fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Árbær 3 -  2 Víkingur Ó.

Komu Ólsarar Badda og Árbæingum eitthvað á óvart í kvöld eða var þetta eins leikur og hann átti von á?

Víkingur Ólafsvík er mjög gott fótboltalið og þú sást gæðin í sexunni þeirra sem er umferðastjórinn þeirra. Þeir eru með virkilega góðan og teknískan vinstri kantmann og Gary Martin tók mikið til sín fram á við í fyrri hálfleik. Það var bara allt erfitt. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og við gerðum þeim erfitt fyrir. Þetta var bara baráttuleikur og ég bjóst alveg við þeim svona.

Það hefði verið gaman að vera fyrsta liðið til þess að vinna þá. En ég sagði við strákana fyrst við fáum það ekki þá bara brjótum við þá endanlega. Það er erfitt að tapa tvo leiki í röð. Bara eins og hjá Mækaranum (Mikael Nikulássyni) í fyrra með KFA, um leið og hann tapaði einum leik þá bara hrundi allt.

Bæði Baldvin og varamaður Árbæjar fengu gult spjald í dag fyrir að mótmæla á bekknum. Baldvin var allt annað en sáttur með dómgæsluna í dag.

Það má bara ekkert segja við þessa gauka sem eru að dæma þessa leiki hjá okkur. Leikmaður númer 6 hjá Víking Ólafsvík var búinn að brjóta endalaust , hann var meira að segja nýbúinn að labba upp að mér og slá mig í andlitið. Þeir voru ekki að spjalda rassgat á Víking Ólafsvík. Mér fannst dómgæslan ekkert æðisleg í leiknum. Gary Martin var endalaust rífandi í menn, ég var nú að spá í að labba inn í klefa með treyju fyrir hann fyrst hann að var rífandi í menn allan helvítis fyrri hálfleikinn áður en hann var tekinn útaf.

Mér fannst hann (Gary Martin) fá of mikla virðingu í dag og sama með Víking Ólafsvík sem stóra liðið í dag innan gæsalappa. Um leið og ég bað um eitthvað eitt spjald sem var bara pjúra spjald þá spjalda þeir mig bara. Það er auðvelt að spjalda unga þjálfara virðist vera.

Baldvin er segir það vera gott veganesti fyrir hópinn að hafa unnið lið í toppbaráttu í deild fyrir ofan.

Frammistaðan okkar var virkilega gott að mörgu leyti. Frammistaðan í sumar hefur verið mjög góð hjá okkur fyrir utan kannski tvo til þrjá leiki. Við bara sýndum það í dag að við erum með hörkulið og getum keppt við Víking Ólafsvík sem eru í toppbaráttu í 2. deildinni. Þangað stefnum við núna, að fara upp í 2. deild. Það er líka frábært veganesti fyrir okkur að sanna það fyrir bæði okkur og aðra að við getum keppt við þessi lið og unnið þau.“

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner