Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn ÍA í Pepsi-deildinni á Kópavogsvelli í kvöld.
Blikar óðu í færum og það var með ólíkindum að staðan væri 0-0 í hálfleik, en snemma í seinni hálfleik skoraði Jonathan Glenn fyrsta markið. Skagamenn jöfnuðu hins vegar á 83. mínútu, en tvö mörk til viðbótar frá Glenn tryggðu sigurinn.
Blikar óðu í færum og það var með ólíkindum að staðan væri 0-0 í hálfleik, en snemma í seinni hálfleik skoraði Jonathan Glenn fyrsta markið. Skagamenn jöfnuðu hins vegar á 83. mínútu, en tvö mörk til viðbótar frá Glenn tryggðu sigurinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 ÍA
„Mér fannst við vera betri aðilinn frá upphafi til enda og við fengum heilan helling af færum. Það er í raun með ólíkindum að við skyldum koma okkur í þessa stöðu sem við gerðum í lok leiksins. Þetta hefði hæglega getað endað 1-1, það hefði verið skelfilegt. En sem betur fer settum við í lokin en mér fannst það fylllega sanngjarnt. Ég sagði í hálfleik að ef við héldum þessu áfram, þessu sama tempói, þá yrði það kraftaverk ef við myndum ekki skora í seinni hálfleik." sagði Arnar.
„Þetta var svona við það að detta fyrir þá, þér líður aldrei vel með þetta. Ég hef oft sagt í undanförnum leikjum, að ef þú færð færi til að klára leikinn þá getur þetta komið eins og köld vatnsgusa í andlitið, og þetta gerði það hérna, en sem betur fer náðum við að svara fyrir það og þetta kennir vonandi mönnum að vera með aðeins meiri einbeitningu til að klára leikina. Þetta hefði getað kostað okkur en þetta gerði það sem betur fer ekki."
„Ætli það sé ekki bara að menn verði að vera með smá ís í maganum og fari að setja boltann rólega. Það þarf ekki alltaf að drepa markvörðinn eða slíta netmöskvana, bara setja boltann framhjá honum. En þeir eru með góðan markvörð og hann stóð sig vel í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir