Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. ágúst 2019 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Magni úr fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 3 - 1 Afturelding
0-1 Ásgeir Örn Arnþórsson ('7)
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('54)
2-1 Kian Paul James Williams ('61)
3-1 Louis Aaron Wardle ('84)
Rautt spjald: Alejandro Zambrano, Afturelding ('44)

Magni fékk Aftureldingu í heimsókn í fallbaráttuleik í Inkasso-deildinni í dag og komust Mosfellingar yfir snemma leiks eftir öfluga byrjun.

Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði þá eftir frábæran undirbúning frá Jasoni Daða Svanþórssyni.

Leikurinn varð nokkuð jafn eftir opnunarmarkið en Afturelding missti Alejandro Zambrano Martin af velli með rautt spjald rétt fyrir leikhlé. Hann fékk þá tvö gul spjöld á þremur mínútum, það fyrra fyrir slæma tæklingu og það seinna fyrir leikaraskap.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn í síðari hálfleik og jafnaði Kristinn Þór Rósbergsson snemma. Kian Williams kom Grenvíkingum svo yfir með góðu skoti af 20 metra færi.

Tíu leikmenn Aftureldingar leituðu að jöfnunarmarkinu en fundu ekki. Þess í stað innsiglaði Louis Wardle sigur heimamanna með frábæru einstaklingsframtaki á 84. mínútu.

Afturelding komst nálægt því að minnka muninn en inn vildi boltinn ekki og mikilvægur sigur Magna staðreynd.

Þetta var annar sigur Magna í röð og er liðið komið úr fallsæti. Haukar eru í fallsæti með 15 stig, Magni er með 16 stig og Afturelding 17.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner