Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. ágúst 2019 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku sagður of þungur til að byrja í fyrstu umferð
Mynd: Heimasíða Inter
Ýmsir fjölmiðlar á Ítalíu halda því fram að Romelu Lukaku gæti misst af fyrsta deildarleik tímabilsins því hann sé of þungur.

Antonio Conte vill ekki hafa Lukaku yfir 100kg en hann er sagður vera 104kg um þessar mundir.

Lukaku sagði í viðtali á dögunum að „á Englandi er það mikil vinna, en hérna færðu að kynnast alvöru vinnu,". Svo var hann spurður út í mataræðið og sagðist eiginlega bara fá salat að borða.

Inter er að leita sér að öðrum framherja og var Edin Dzeko efstur á óskalistanum. Hann skrifaði þó undir nýjan samning við Roma á dögunum. Takist Inter ekki að finna sóknarmann á næstu dögum gæti hinn 17 ára gamli Sebastiano Esposito byrjað frammi með Lautaro Martinez.

Inter mætir Lecce í fyrstu umferð Serie A á mánudaginn í næstu viku. Antonio Conte er búinn að breyta til í hópnum og stefnir hátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner