Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. ágúst 2022 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Njarðvíkingar spila í varatreyjum Vals gegn Haukum
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er spennandi umferð í 2. deild í gangi þessa stundina. Það vekur athygli að í leik Hauka og Njarðvíkur spila Njarðvíkingar í varabúningum Vals.


Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Það kemur til vegna þess að liðið mætti með grænar treyjur en dómari leiksins, Gunnar Oddur Hafliðason er litblindur og hefði átt erfitt með að greina mun á rauðum treyjum Hauka og grænum búningum Njarðvíkur.

Leikurinn fer fram á Origo vellinum, heimavelli Vals þar sem er verið að skipta um gras á Ásvöllum, heimavelli Hauka.

Þegar þetta er skrifað er staðan 1-0 Haukum í vil. Njarðvík er á toppi deildarinnar en Haukar í 5. sæti.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner