Xhaka með fyrirliðabandið í fyrsta leik
Það eru þrír leikir sem hefjast á sama tíma í ensku úrvalsdeildinni í dag og hafa byrjunarliðin öll verið staðfest.
Tottenham tekur á móti Burnley og gerir Thomas Frank þrjár breytingar frá úrslitaleiknum um Ofurbikar Evrópu sem fór fram í miðri viku.
Archie Gray, Lucas Bergvall og Brennan Johnson koma inn í byrjunarliðið fyrir Kevin Danso, Joao Palhinha og Rodrigo Bentancur. Frank breytir á sama tíma um leikkerfi þar sem Tottenham mætir til leiks með fjögurra manna varnarlínu.
Nokkrir nýir leikmenn eru í byrjunarliði Burnley þar sem má finna Martin Dúbravka, Kyle Walker, Quilindschy Hartman og Jaidon Anthony meðal byrjunarliðsmanna. Þetta verður gríðarlega erfið viðureign fyrir nýliðana í ensku úrvalsdeildinni.
Granit Xhaka fær þá strax fyrirliðabandið hjá Sunderland eftir að hafa verið keyptur úr röðum Bayer Leverkusen í sumar.
Sunderland heimsækir West Ham og það má finna hvorki meira né minna en sjö nýja leikmenn í byrjunarliði gestanna.
Heimamenn eru með Jean-Clair Todibo, El Hadji Diouf og Mads Hermansen í byrjunarliðinu á meðan Callum Wilson og Kyle Walker-Peters byrja á bekknum.
Jarrod Bowen, Lucas Paquetá og James Ward-Prowse eru allir á sínum stað í byrjunarliðinu.
Að lokum tekur Brighton á móti Fulham og byrjar nýi maðurinn Maxim De Cuyper í vinstri bakverði hjá heimamönnum og er eftirsóttur Carlos Baleba á miðjunni.
Georginio Rutter byrjar í fremstu víglínu og heldur reynslumiklum Danny Welbeck á bekknum.
Raúl Jiménez byrjar þá í fremstu víglínu hjá gestaliði Fulham með eftirsóttan Rodrigo Muniz á bekknum.
Emile Smith Rowe, dýrustu kaup í sögu Fulham, byrjar einnig á bekknum ásamt Tom Cairney, Adama Traore og Andreas Pereira meðal annars.
Tottenham: Vicario, Spence, Van de Ven, Romero, Pedro Porro, Bergvall, Gray, Sarr, Johnson, Kudus, Richarlison.
Varamenn: Kinsky, Danso, Palhinha, Tel, Vuskovic, Solanke, Odobert, Bentancur, Davies
Burnley: Dubravka, Walker, Hartman, Esteve, Foster, Anthony, Ekdal, Sonne, Cullen, Hannibal, Laurent.
Varamenn: Weiss, Worrall, Bruun Larsen, Ugochukwu, Edwards, Tchaouna, Flemming, Ramsey, Pires
Sunderland: Roefs, Hume, Ballard, Seelt, Reinildo, Talbi, Xhaka, Sadiki, Diarra, Adingra, Mayenda
Varamenn: Patterson, Neil, Guiu, Roberts, Rigg, Alderete, Isidor, Le Fee, Jones
West Ham: Hermansen, Todibo, Kilman, Aguerd, Wan-Bissaka, Diouf, Ward-Prowse, Rodriguez, Paqueta, Bowen, Fullkrug
Varamenn: Areola, Walker-Peters, Alvarez, Wilson, Mavropanos, Soucek, Scarles, Potts, Irving
Brighton: Verbruggen; Wieffer, Dunk, Van Hecke, De Cuyper; Baleba, Ayari; Minteh, O'Riley, Mitoma; Rutter
Varamenn: Steele, Gruda, Welbeck, Milner, Boscagli, Kadioglu, Gomez, Veltman, Coppola
Fulham: Leno, Tete, Andersen, Cuenca, Bassey; Berge, Lukic, King; Wilson, Iwobi, Jimenez
Varamenn: Lecomte, Castagne, Diop, Reed, Cairney, Pereira, Smith Rowe, Adama, Muniz
Athugasemdir