Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Finnst vanta að passað sé upp á hagsmuni dómaranna"
'Það er hvergi brugðist við því'
'Það er hvergi brugðist við því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Oddur dæmdi leik Víkings og Stjörnunnar.
Gunnar Oddur dæmdi leik Víkings og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir lét óánægju sína með störf Helga Mikaels í ljós.
Sölvi Geir lét óánægju sína með störf Helga Mikaels í ljós.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn voru svekktir með dómgæsluna gegn Víkingi.
Stjörnumenn voru svekktir með dómgæsluna gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, lét í sér heyra eftir leikinn gegn Víkingi um síðustu helgi. Stjarnan vann 2-4 útisigur en Jökull var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum.

„Mér fannst ekkert samræmi, mér fannst dómgæslan bara glórulaus. Ég skil ekki alveg hvað gerðist þarna og gulu spjöldin sem við fengum voru í engum takti við leikinn. Það var ekki dæmt ein bakhrinding í fyrri hálfleik þrátt fyrir mjög augljósar bakhrindingar út um allan völl. Svo kemur ein bakhrinding og þá er víti og rautt og ég á eftir að sjá hvort hann hafi verið inn í teig. Ef það er bakhrinding þá er ég alveg sammála því, en þá vil ég bara fá það sama hinu megin. Svo er annað víti þar sem að boltinn er bara búinn að fara af auglýsingaskiltinu þegar hann dæmir það og ég bara skil ekki neitt... "

„...Annað en það að Víkingar fá að kalla dómara svindlara og tala um að það sé herferð gegn félaginu og aganefndin gerir ekki neitt. Auðvitað verður þetta þá svona og hrós til þeirra að vera búnir að átta sig á þessum veikleika í kerfinu. Dómarar eru mannlegir og ég held að enginn af þeim vilji fara út af vellinum og eiga á hættu að vera kallaðir svindlarar og óheiðarlegir og að því leyti er þetta bara eðlilegt,"
sagði Jökull við Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann skaut svo meira á Víkinga í viðtali við SÝN Sport.

„Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti."

Fótbolti.net ræddi við Jökul og var hann spurður út í ummæli hans þar sem hann nefnir „herferð gegn félaginu". Á hann þar við viðtal Sölva, þjálfara Víkings, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Fram þar sem hann sagði að Helgi Mikael dómari ætti sér sögu gegn Víkingum?

„Ég var auðvitað að vitna í það viðtal. Ég vil ekki vera ekki í einhverri dómaraumræðu og eitthvað... Þetta er hættuleg lína, hversu grimma árás við fáum að leggja á dómarana. Mér finnst vanta að það sé passað aðeins upp á þeirra hagsmuni og að þeir geti mætt í leikinn með hreinan skjöld og vitað að því sé treyst að þeir séu að gera sitt heiðarlega."

„Þetta er ekkert eina tilfellið í sumar (viðtalið við Sölva) þar sem þetta er gert og það er hvergi brugðist við því. Mér finnst vanta aðeins hærri standard hvað það varðar."


Þér finnst að það eigi að refsa fyrir það þegar menn fara grimmilega í dómarana með ummælum sínum, jafnvel með leikbanni?

„Það hvað mér finnst kannski skiptir ekki máli. Ef aganefnd finnst einhvers virði að skoða það, þá held ég að þeir geti örugglega komist að réttari niðurstöðu en ég. Mér og þér finnst eitthvað, svo er dregin einhver lína og við förum eftir henni. Ég held að við getum hækkað standardinn hvað þetta varðar, og varðandi alla umgjörð í kringum þetta. Það er ekki bara það hvað menn segja eftir leiki, heldur líka almennt hvernig menn hegða sér," segir Jökull sem vildi ekki tjá sig frekar.
Athugasemdir
banner
banner