Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 12:54
Ívan Guðjón Baldursson
Milan kaupir nýjan bakvörð (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AC Milan er búið að ganga frá kaupum á Zachary Athekame, svissneskum hægri bakverði sem kemur úr röðum Young Boys.

Athekame er tvítugur og gerir fimm ára samning við Milan, þar sem hann mun berjast við Álex Jiménez um byrjunarliðssæti.

Milan er þá í góðri stöðu með leikmannahópinn sinn en gæti enn verið í leit að einum framherja til að veita Santi Giménez samkeppni í fremstu víglínu.

Athekame er sjöundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Milan í sumar. Hingað til er félagið búið að krækja í Luka Modric, Samuele Ricci, Pervis Estupinan, Ardon Jashari, Koni De Winter og Pietro Terracciano.

   14.08.2025 07:40
Athekame næstur inn til Milan: „Here we go!"



Athugasemdir
banner