Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 12:38
Brynjar Ingi Erluson
Eze tjáir Palace að hann vilji fara til Tottenham
Mynd: EPA
Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace á Englandi, hefur tjáð félaginu að hann vilji ganga í raðir Tottenham Hotspur.

Eze er einn eftirsóttasti biti ensku úrvalsdeildarinnar og var Arsenal talið líklegasta félagið til að hreppa hann, en nágrannar þeirra í Tottenham hafa heldur betur komið bakdyramegin inn í þessa baráttu.

Tottenham lýsti yfir áhuga sínum fyrir nokkrum vikum og nú leiðir það kapphlaupið.

Fabrizio Romano segir frá því að Eze hafi fyrr í vikunni fundað með Palace og tjáð félaginu að hann vilji fara til Tottenham. Hann vill aðeins fara þangað og er Arsenal því úr myndinni.

Viðræður eru hafnar og áætlað að þær muni ganga snurðulaust fyrir sig. Samkvæmt ensku miðlunum er talið ólíklegt að Eze verði í hópnum hjá Palace er liðið mætir Chelsea í 1. umferð deildarinnar á morgun, en það er gert til að fyrirbyggja meiðsli.

Tottenham missti af Morgan Gibbs-White í sumar. Það virkjaði klásúlu í samningi hans, en hann hafnaði félaginu á síðustu stundu og framlengdi við Nottingham Forest.

Lykilmaðurinn James Maddison meiddist illa á undirbúningstímabilinu og þurftu stjórnarmenn Tottenham heldur betur að spýta í lófana og passa það að liðið myndi ekki stórlega veikjast í kjölfarið.

Tottenham er einnig í viðræðum við Manchester City um brasilíska vængmanninn Savinho. Það er alveg óhætt að segja að Tottenham-liðið muni líta hrikalega vel út ef félaginu tekst að landa þessum tveimur.
Athugasemdir
banner
banner