Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 13:24
Ívan Guðjón Baldursson
England: Markalaust á Villa Park - Konsa sá rautt
Miðvörðurinn Fabian Schär var titlaður sem besti leikmaður vallarins í beinni útsendingu hjá <i>TNT Sports</i>.
Miðvörðurinn Fabian Schär var titlaður sem besti leikmaður vallarins í beinni útsendingu hjá TNT Sports.
Mynd: EPA
Aston Villa 0 - 0 Newcastle
Rautt spjald: Ezri Konsa, Aston Villa ('66)

Aston Villa og Newcastle United mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir frá Newcastle voru talsvert sterkari í fyrri hálfleik og fengu góð færi til að skora en boltinn rataði ekki í netið.

Síðari hálfleikurinn var jafnari þar sem hvorugu liði tókst að skapa sér mikið. Það dró til tíðinda á 66. mínútu þegar Ezri Konsa fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Hann réði ekki við hraðann í Anthony Gordon og togaði hann niður eftir frábæra stungusendingu frá Anthony Elanga.

Tíu leikmenn Aston Villa voru alls ekki lakari aðilinn á lokakaflanum en hvorugu liði tókst að skapa sér gott marktækifæri. Lokatölur urðu því 0-0.
Athugasemdir
banner