Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Okkur vantar nýjan miðvörð
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea er spenntur fyrir nýju úrvalsdeildartímabili. Lærisveinar hans stíga á svið á morgun, sunnudag, á heimavelli gegn bikarmeisturum Crystal Palace.

Maresca er ánægður með gengi liðsins í sumar þar sem mikið af nýjum leikmönnum eru komnir inn og þá vann Chelsea HM félagsliða.

Hann segir að liðinu vanti þó einn miðvörð til að fullkomna leikmannahópinn. Leikmann til að fylla í skarðið fyrir Levi Colwill sem er meiddur.

„Þetta er þungt högg, Levi var svo mikilvægur fyrir okkur á síðustu leiktíð. Hann er rosalega mikilvægur fyrir okkur í uppbyggingu sókna og það verður erfitt að fylla í skarðið," sagði Maresca á fréttamannafundi.

„Við erum að reyna að finna lausn á þessu í hópnum okkar en stjórnendur vita nákvæmlega hvað ég er að hugsa. Að mínu mati vantar okkur nýjan miðvörð, en við erum líka að reyna að leysa málið innbyrðis."

Það eru margir gæðamiklir miðverðir í leikmannahópi Chelsea en enginn sem Maresca telur vera nægilega góðan til að verðskulda byrjunarliðssætið hans Colwill í hjarta varnarinnar.

Renato Veiga er einn þeirra en hann er til sölu í sumar eins og margir aðrir liðsfélagar hans.

„Við erum með stórkostlegan leikmannahóp og ég er mjög ánægður, en við erum stöðugt að reyna að bæta okkur. Meðan glugginn er opinn getur hvað sem er gerst á markaðnum."

   10.08.2025 09:45
Maresca vill nýjan miðvörð

Athugasemdir
banner
banner