
Það eru tólf leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem stórleikur dagsins er úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna.
Breiðablik spilar þar við FH og ríkir mikil eftirvænting fyrir þennan slag, sérstaklega eftir að Hafnfirðingar höfðu betur gegn Blikum í Bestu deildinni fyrr í sumar. FH er þar með eina íslenska liðið sem hefur sigrað Breiðablik í keppnisleik í deild eða bikar á árinu.
Breiðablik hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna í Mjólkurbikarnum á undanförnum árum og er þetta fimmta árið í röð sem liðið fer alla leið í úrslitaleikinn.
Blikar hafa þó tapað þremur af fjórum fyrrnefndum úrslitaleikjum.
Þá er einnig leikið í neðri deildum bæði í karla- og kvennaflokki.
Í 2. deild karla er spennandi slagur á milli Vogamanna og Ólsara.
Mjólkurbikar kvenna
16:00 FH-Breiðablik (Laugardalsvöllur)
2. deild karla
16:00 Þróttur V.-Víkingur Ó. (Vogaídýfuvöllur)
2. deild kvenna - A úrslit
16:00 Fjölnir-Völsungur (Fjölnisvöllur)
3. deild karla
14:00 Ýmir-KF (Kórinn)
16:00 Sindri-Augnablik (Jökulfellsvöllurinn)
4. deild karla
14:00 KFS-Álftanes (Týsvöllur)
5. deild karla - A-riðill
14:00 Reynir H-KM (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Uppsveitir-Skallagrímur (Probyggvöllurinn Laugarvatni)
15:45 Hörður Í.-Álafoss (Kerecisvöllurinn)
5. deild karla - B-riðill
14:00 Stokkseyri-Þorlákur (Eyrarfiskvöllurinn)
14:00 Spyrnir-BF 108 (Fellavöllur)
Utandeild
16:00 Boltaf. Norðfj.-Afríka (Búðagrund)
Athugasemdir