Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   lau 16. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Meistararnir eru í Mallorca
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í efstu deild spænska boltans í dag og í kvöld þar sem ríkjandi meistarar Barcelona mæta til leiks.

Börsungar heimsækja Mallorca áður en Alavés og Valencia eiga heimaleiki við Levante og Real Sociedad.

Orri Steinn Óskarsson gæti komið við sögu með Real Sociedad á erfiðum útivelli í Valencia. Heimamenn hafa verið að gera flotta hluti frá því að Carlos Corberán tók við þjálfun aðalliðsins.

Liðin eigast við í fyrstu umferð nýs deildartímabils eftir að tveir fyrstu leikirnir fóru fram í gær.

Þess má geta að ekki hefur enn tekist að skrá Marcus Rashford til leiks í spænska boltanum vegna launaþaksreglna La Liga. Hann verður því ekki í hóp í kvöld nema að eitthvað breytist í dag.

La Liga
17:30 Mallorca - Barcelona
19:30 Alaves - Levante
19:30 Valencia - Real Sociedad
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Vallecano 1 1 0 0 3 1 +2 3
2 Villarreal 1 1 0 0 2 0 +2 3
3 Alaves 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Atletico Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Barcelona 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Betis 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Celta 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Elche 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Espanyol 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Getafe 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Levante 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Mallorca 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Osasuna 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Real Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Real Sociedad 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sevilla 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Valencia 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Girona 1 0 0 1 1 3 -2 0
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
20 Oviedo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner