Nottingham Forest er búið að setja sig í samband við stjórnendur Juventus í tilraun sinni til að krækja í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz í sumar.
Luiz var keyptur til Juve í fyrrasumar frá Aston Villa en fann aldrei taktinn í ítalska boltanum. Hann fékk lítinn spiltíma og var mikið notaður sem varaskeifa svo núna vill hann ólmur snúa aftur í enska boltann.
Luiz var meðal bestu miðjumanna ensku deildarinnar á dvöl sinni hjá Aston Villa.
Núna leiðir Forest kapphlaupið um Luiz en fleiri úrvalsdeildarfélög eru áhugasöm. Everton, West Ham, Fulham og Leeds vilja öll fá leikmanninn í sínar raðir.
Luiz er 27 ára gamall og spilaði 204 leiki á fimm árum hjá Aston Villa áður en hann var seldur til Juve. Hann kom við sögu í 27 leikjum með Juve á síðustu leiktíð.
28.07.2025 12:00
Fundað um framtíð Douglas Luiz
Athugasemdir